Hrun blasir við í laxveiðinni Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2019 14:26 Nóg pláss er í ám fyrir þessa laxa en hrun blasir við í laxveiðiám landsins þetta árið. Þeir veiðimenn sem eru að fara í veiðiferð ættu ekki að gleyma að hafa með sér spilastokk og vera með kvöldvökuna rækilega skipulagða. Því ekki er hægt að gera sér vonir um mikla veiði. Hrun blasir við í laxveiðinni í ár. Vísir hefur heyrt af hópum sem hafa mætt til veiða í rómaðar og dýrar laxveiðiár en látið sig hverfa þaðan vegna gæftaleysis. Landsamband veiðifélaga gefa reglulega út veiðitölur. Samkvæmt þeim og í samanburði við árið í fyrra er staðan hreint út sagt skelfileg. Þar sem veiðimenn koma saman og ræða ástandið er tónninn sá að sjaldan hafi annað eins sést. Það er eins og það vanti núll aftan við aflatölur. Við skulum skoða fáein dæmi. Í fyrra á sama tíma höfðu veiðst 832 laxar í Norðurá. Nú hafa 83 veiðst. Í fyrra voru veiddir laxar í Þverá og Kjarará á þessum tíma 1186, nú 140. Miðfjarðará er nú komin í 202 en var í fyrra á sama tíma með 515 veidda laxa. Þessi dæmi eru vissulega sláandi og heilt yfir er heildarveiðin miklum mun minni en var á sama tíma í fyrra. Hér má sjá lista yfir aflahæstu ár frá í sama tíma í fyrra og geta menn svo grátið eða skemmt sér eftir atvikum, við að bera saman við nýjan lista frá LV.Vísir ræddi við Guðna Guðbergsson, sem er sérfræðingur í ferskvatnsfiskum hjá Hafrannsóknarstofnun og hann segir teljara í laxastigum hreyfast afar hægt nú.Guðni hjá Hafró en honum kemur ekki á óvart hversu léleg laxveiðin er í sumar.fbl/anton brinkHann er reyndar ekkert mjög hissa á því að í sumar virðist ætla að verða aflabrestur og vísar þá til klakárgangsins frá 2015, sem var þá hrygning 2014 á Vesturlandi sem hafi verið léleg. Og árgangurinn þar á undan, sem er þá uppistaðan af þeim gönguseiðum sem gengu út síðasta vor. „Við áttum aldrei von á því að sá árangur yrði stór. Ofan á það leggst svo þetta vatnsleysi, þá verður enn minna úr göngum en kannski efni standa til og súrefnisinnihald vatns er lágt sem það leggst ofan á,“ segir Guðni. Hann segir hins vegar allt annað ástand á Norð-austurlandi, eða allt austan Aðaldals. Hann segir það rétt, spurður, að veiðleyfasalar séu þöglir nú en þá ber til þess að líta að það eru aldrei slæmar sögur úr veiði. Einu sögurnar sem eru sagðar eru þær góðu. Stangveiði Tengdar fréttir Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Hrun blasir við í laxveiðinni í ár. Vísir hefur heyrt af hópum sem hafa mætt til veiða í rómaðar og dýrar laxveiðiár en látið sig hverfa þaðan vegna gæftaleysis. Landsamband veiðifélaga gefa reglulega út veiðitölur. Samkvæmt þeim og í samanburði við árið í fyrra er staðan hreint út sagt skelfileg. Þar sem veiðimenn koma saman og ræða ástandið er tónninn sá að sjaldan hafi annað eins sést. Það er eins og það vanti núll aftan við aflatölur. Við skulum skoða fáein dæmi. Í fyrra á sama tíma höfðu veiðst 832 laxar í Norðurá. Nú hafa 83 veiðst. Í fyrra voru veiddir laxar í Þverá og Kjarará á þessum tíma 1186, nú 140. Miðfjarðará er nú komin í 202 en var í fyrra á sama tíma með 515 veidda laxa. Þessi dæmi eru vissulega sláandi og heilt yfir er heildarveiðin miklum mun minni en var á sama tíma í fyrra. Hér má sjá lista yfir aflahæstu ár frá í sama tíma í fyrra og geta menn svo grátið eða skemmt sér eftir atvikum, við að bera saman við nýjan lista frá LV.Vísir ræddi við Guðna Guðbergsson, sem er sérfræðingur í ferskvatnsfiskum hjá Hafrannsóknarstofnun og hann segir teljara í laxastigum hreyfast afar hægt nú.Guðni hjá Hafró en honum kemur ekki á óvart hversu léleg laxveiðin er í sumar.fbl/anton brinkHann er reyndar ekkert mjög hissa á því að í sumar virðist ætla að verða aflabrestur og vísar þá til klakárgangsins frá 2015, sem var þá hrygning 2014 á Vesturlandi sem hafi verið léleg. Og árgangurinn þar á undan, sem er þá uppistaðan af þeim gönguseiðum sem gengu út síðasta vor. „Við áttum aldrei von á því að sá árangur yrði stór. Ofan á það leggst svo þetta vatnsleysi, þá verður enn minna úr göngum en kannski efni standa til og súrefnisinnihald vatns er lágt sem það leggst ofan á,“ segir Guðni. Hann segir hins vegar allt annað ástand á Norð-austurlandi, eða allt austan Aðaldals. Hann segir það rétt, spurður, að veiðleyfasalar séu þöglir nú en þá ber til þess að líta að það eru aldrei slæmar sögur úr veiði. Einu sögurnar sem eru sagðar eru þær góðu.
Stangveiði Tengdar fréttir Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30