Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2019 12:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Magnús Hlynur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“ Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“
Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira