Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 10:38 Sjúklingur fluttur inn á Landspítala í gær. Vísir/Vilhelm Þrír af fjórum einstaklingum sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítala í Fossvogi um kvöldmatarleytið í gær vegna rútuslyss á Suðurlandsvegi við Hof eru enn á gjörgæslu. Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Alls voru 33 í rútunni sem valt norðan við Fagurhólsmýri um þrjúleytið í gær, ferðamannahópur frá Kína og bílstjóri. Þrír einstaklingar til viðbótar við áðurnefnda fjóra leituðu aðhlynningar á Landspítala í gærkvöldi en voru útskrifaðir samdægurs, að því er fram kemur í tilkynningu. Sjúkrahús á Selfossi og Akureyri sinntu öðrum í hópnum. Landspítali var settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins en upphaflega var talið að fleiri væru alvarlega slasaðir en raun bar síðan vitni. Var því leitað til sjúkrahúsa í Reykjanesbæ og á Akranesi og sjúklingar fluttir þaðan frá Landspítala. „Landspítali þakkar þessum aðilum sérstaklega gott samstarf og sömuleiðis jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra. Allir sýndu stöðunni mikinn skilning,“ segir í tilkynningu Landspítala. Samstarf viðbragðsaðila hafi jafnframt verið „hnökralaust“. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla verði tekin af farþegum í dag. Kannað verði nánar við skýrslutökuna hvort farþegarnir hafi verið í bílbeltum. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þrír af fjórum einstaklingum sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítala í Fossvogi um kvöldmatarleytið í gær vegna rútuslyss á Suðurlandsvegi við Hof eru enn á gjörgæslu. Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Alls voru 33 í rútunni sem valt norðan við Fagurhólsmýri um þrjúleytið í gær, ferðamannahópur frá Kína og bílstjóri. Þrír einstaklingar til viðbótar við áðurnefnda fjóra leituðu aðhlynningar á Landspítala í gærkvöldi en voru útskrifaðir samdægurs, að því er fram kemur í tilkynningu. Sjúkrahús á Selfossi og Akureyri sinntu öðrum í hópnum. Landspítali var settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins en upphaflega var talið að fleiri væru alvarlega slasaðir en raun bar síðan vitni. Var því leitað til sjúkrahúsa í Reykjanesbæ og á Akranesi og sjúklingar fluttir þaðan frá Landspítala. „Landspítali þakkar þessum aðilum sérstaklega gott samstarf og sömuleiðis jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra. Allir sýndu stöðunni mikinn skilning,“ segir í tilkynningu Landspítala. Samstarf viðbragðsaðila hafi jafnframt verið „hnökralaust“. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla verði tekin af farþegum í dag. Kannað verði nánar við skýrslutökuna hvort farþegarnir hafi verið í bílbeltum.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01
Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11