Vill að keppendur ráði sjálfir tungumálinu Björk Eiðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 06:00 Flosi Jón segir það sanngirnismál að fólk ráði á hvaða tungumáli það syngi í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Fréttablaðið/ernir FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. Flosi Jón Ófeigsson, formaður félagsins, segir virka félaga vera í kringum 400 talsins en klúbburinn var stofnaður árið 2011. „Virkni félaga breytist svolítið ár frá ári, sérlega eftir því hvaða land vinnur keppnina hverju sinni. Ef sigurlagið er frá landi nærri okkur eykst virknin en í ár veit ég ekki til þess að margir séu að fara út á keppnina sjálfa, enda langt í burtu.“ FÁSES gengur einnig undir nafninu OGAE Iceland en sambærileg félög eru til í flestum aðildarlöndum keppninnar en þeir aðdáendur sem ekki finna klúbb í sínu landi geta fundið sig í OGAE Rest of the World. Flosi segir markmið slíkra klúbba vera að virkja aðdáendur í hverju landi og búa til góða stemningu í kringum keppnirnar. „Við höfum verið með pöbbkvis, karókí og einnig hist til að horfa á aðrar undankeppnir.“ Eðli málsins samkvæmt er mikil eftirvænting eftir lokakvöldinu hér heima sem verður 2. mars og hefur klúbburinn fengið til liðs við sig skemmtikraft frá Þýskalandi. „Við höldum karókí-fyrirpartí þar sem við bjóðum upp á Eurovision-súpu og svo höfum við fengið til liðs við okkur frá Þýskalandi einn besta Eurovision-plötusnúð sem völ er á og ætlar hann að halda uppi fjörinu á Ölveri eftir keppnina. Þangað eru auðvitað allir velkomnir og ég hvet alla til að mæta og tjútta með skemmtilegu fólki eins og Eurovision-aðdáendur eru.“Sjá einnig: Hlustaðu á lögin í SöngvakeppninniEn aftur að tilkynningunni sem félagið sendi frá sér þar sem skorað er á RÚV að endurskoða þá reglu að öll lögin í forkeppninni skuli flutt á íslensku en á úrslitakvöldinu skuli lögin flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja á í Tel Aviv. Þetta þykir Flosa og félögum flækja málin um of. „Við viljum að fólk fái að ráða á hvaða tungumáli lag þeirra er flutt, hvort sem það er á frönsku, ítölsku, dönsku, ensku, íslensku eða hvað annað. Það er mikil aukafyrirhöfn og kostnaður fyrir lagahöfunda að búa til tvær útgáfur af lagi. Árin 2009 og 2010 var leyfilegt að velja tungumálið sjálfur og það gekk mjög vel. Við viljum því ekki meina að íslenskan muni eyðast út ef þessu verður breytt, sjáðu bara flóru laga sem nú eru í forkeppninni! Þar eru t.d. tvö framlög sem eru aðeins í íslenskri útgáfu, þ.e. aðstandendur hafa gefið það út að lagið verði flutt á íslensku í lokakeppninni verði það fyrir valinu. Ekki má svo gleyma Melodifestivalen, hinni gríðarvinsælu undankeppni í Svíþjóð. Þar er sungið á því tungumáli sem lagahöfundur velur en oftast er um helmingur laganna þó á sænsku. Við viljum að þetta sé á hreinu, því lag getur breyst töluvert þegar tungumálinu er breytt – ég kýs kannski lag á íslensku sem er svo allt annað lag þegar það er fært á ensku í lokin.“ Flosa líst gríðarvel á fjölbreytnina í undankeppninni í ár sem hann segir meiri en vanalega. „Það verður svo spennandi að sjá hvort Íslendingar velji eins og oft áður öruggt lag eða þori að taka sénsinn á einhverju kreisí – eins og svolítið er um í ár, t.d. lög Hatara og Barða Jóhannssonar en mér þykir þau framlög skemmtileg tilbreyting í bland við þekktu Eurovision-stjörnurnar sem eru að taka þátt í ár. Flosi er ekki fáanlegur til að gefa upp hvaða lag sé í uppáhaldi hjá honum sjálfum enda segir hann klúbbinn fylkja sér að baki sigurvegaranum hverju sinni. „Ég er þó gríðarlega ánægður með metnað RÚV í að gera keppnina flotta í ár og að fá stórstjörnur á úrslitakvöldið.“ Áhugasömum skal bent á heimasíðu félagsins fases.is en þar er lífleg umræða og nýjustu fréttir um undankeppnirnar í öðrum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. Flosi Jón Ófeigsson, formaður félagsins, segir virka félaga vera í kringum 400 talsins en klúbburinn var stofnaður árið 2011. „Virkni félaga breytist svolítið ár frá ári, sérlega eftir því hvaða land vinnur keppnina hverju sinni. Ef sigurlagið er frá landi nærri okkur eykst virknin en í ár veit ég ekki til þess að margir séu að fara út á keppnina sjálfa, enda langt í burtu.“ FÁSES gengur einnig undir nafninu OGAE Iceland en sambærileg félög eru til í flestum aðildarlöndum keppninnar en þeir aðdáendur sem ekki finna klúbb í sínu landi geta fundið sig í OGAE Rest of the World. Flosi segir markmið slíkra klúbba vera að virkja aðdáendur í hverju landi og búa til góða stemningu í kringum keppnirnar. „Við höfum verið með pöbbkvis, karókí og einnig hist til að horfa á aðrar undankeppnir.“ Eðli málsins samkvæmt er mikil eftirvænting eftir lokakvöldinu hér heima sem verður 2. mars og hefur klúbburinn fengið til liðs við sig skemmtikraft frá Þýskalandi. „Við höldum karókí-fyrirpartí þar sem við bjóðum upp á Eurovision-súpu og svo höfum við fengið til liðs við okkur frá Þýskalandi einn besta Eurovision-plötusnúð sem völ er á og ætlar hann að halda uppi fjörinu á Ölveri eftir keppnina. Þangað eru auðvitað allir velkomnir og ég hvet alla til að mæta og tjútta með skemmtilegu fólki eins og Eurovision-aðdáendur eru.“Sjá einnig: Hlustaðu á lögin í SöngvakeppninniEn aftur að tilkynningunni sem félagið sendi frá sér þar sem skorað er á RÚV að endurskoða þá reglu að öll lögin í forkeppninni skuli flutt á íslensku en á úrslitakvöldinu skuli lögin flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja á í Tel Aviv. Þetta þykir Flosa og félögum flækja málin um of. „Við viljum að fólk fái að ráða á hvaða tungumáli lag þeirra er flutt, hvort sem það er á frönsku, ítölsku, dönsku, ensku, íslensku eða hvað annað. Það er mikil aukafyrirhöfn og kostnaður fyrir lagahöfunda að búa til tvær útgáfur af lagi. Árin 2009 og 2010 var leyfilegt að velja tungumálið sjálfur og það gekk mjög vel. Við viljum því ekki meina að íslenskan muni eyðast út ef þessu verður breytt, sjáðu bara flóru laga sem nú eru í forkeppninni! Þar eru t.d. tvö framlög sem eru aðeins í íslenskri útgáfu, þ.e. aðstandendur hafa gefið það út að lagið verði flutt á íslensku í lokakeppninni verði það fyrir valinu. Ekki má svo gleyma Melodifestivalen, hinni gríðarvinsælu undankeppni í Svíþjóð. Þar er sungið á því tungumáli sem lagahöfundur velur en oftast er um helmingur laganna þó á sænsku. Við viljum að þetta sé á hreinu, því lag getur breyst töluvert þegar tungumálinu er breytt – ég kýs kannski lag á íslensku sem er svo allt annað lag þegar það er fært á ensku í lokin.“ Flosa líst gríðarvel á fjölbreytnina í undankeppninni í ár sem hann segir meiri en vanalega. „Það verður svo spennandi að sjá hvort Íslendingar velji eins og oft áður öruggt lag eða þori að taka sénsinn á einhverju kreisí – eins og svolítið er um í ár, t.d. lög Hatara og Barða Jóhannssonar en mér þykir þau framlög skemmtileg tilbreyting í bland við þekktu Eurovision-stjörnurnar sem eru að taka þátt í ár. Flosi er ekki fáanlegur til að gefa upp hvaða lag sé í uppáhaldi hjá honum sjálfum enda segir hann klúbbinn fylkja sér að baki sigurvegaranum hverju sinni. „Ég er þó gríðarlega ánægður með metnað RÚV í að gera keppnina flotta í ár og að fá stórstjörnur á úrslitakvöldið.“ Áhugasömum skal bent á heimasíðu félagsins fases.is en þar er lífleg umræða og nýjustu fréttir um undankeppnirnar í öðrum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30
Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28