Ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar hefðu reynst réttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 09:00 Slúðursögurnar um meintar barneignir Jennifer Aniston hafa lengi verið efniviður í fréttir hjá gulu pressunni. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira