Til skoðunar að opna kvennaathvarf á Norðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:00 Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík. Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna. Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna.
Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira