Hlaupaleið Reykjavíkurmaraþonsins breytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 20:48 Hlaupið fer fram 24. ágúst næstkomandi. RMÍ Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira
Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi.
Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira