Spennandi að sjá hvernig til tekst með heimastjórnir Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Fjórar heimastjórnir verða í nýju sveitarfélagi eystra. Fréttablaðið/Vilhelm „Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart einingunni. Ef íbúar hafa ekki trú á því að heimastjórnir virki eins og þær eiga að gera, þá fellur þetta um sjálft sig,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín hélt í gær erindi á hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum. Á fundinum var sjónum sérstaklega beint að heimastjórnum sem settar verða upp í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. „Núna er þetta auðvitað á tilraunastigi en það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig þetta gengur. Þetta snýst ekki bara um valddreifingu. Þetta er líka kall nútímans, að í lýðræðislegum samfélögum eigi allir borgararnir að hafa möguleika á að taka þátt í starfi sveitarfélaganna og hafa áhrif,“ segir Eva Marín. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi 250 og frá og með 2026 eitt þúsund. „Ef það kemur hérna til stórfelldra sameininga þannig að úr verði til dæmis mjög landstór sveitarfélög þá er þetta klárlega eitthvað sem önnur sveitarfélög munu horfa til. Jafnvel eins og kom fram á fundinum getur þetta verið eitthvað sem sveitarfélög sem nú þegar hafa gengið í gegnum sameiningu gætu velt fyrir sér.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart einingunni. Ef íbúar hafa ekki trú á því að heimastjórnir virki eins og þær eiga að gera, þá fellur þetta um sjálft sig,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín hélt í gær erindi á hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum. Á fundinum var sjónum sérstaklega beint að heimastjórnum sem settar verða upp í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. „Núna er þetta auðvitað á tilraunastigi en það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig þetta gengur. Þetta snýst ekki bara um valddreifingu. Þetta er líka kall nútímans, að í lýðræðislegum samfélögum eigi allir borgararnir að hafa möguleika á að taka þátt í starfi sveitarfélaganna og hafa áhrif,“ segir Eva Marín. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi 250 og frá og með 2026 eitt þúsund. „Ef það kemur hérna til stórfelldra sameininga þannig að úr verði til dæmis mjög landstór sveitarfélög þá er þetta klárlega eitthvað sem önnur sveitarfélög munu horfa til. Jafnvel eins og kom fram á fundinum getur þetta verið eitthvað sem sveitarfélög sem nú þegar hafa gengið í gegnum sameiningu gætu velt fyrir sér.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30