Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. nóvember 2019 20:30 Birgir Örn Guðjónsson fer fyrir verkefni sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir það að ofbeldis- og vanrækslumálum sé ekki sinnt. stöð 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður. Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður.
Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00