Fyrstir til að vinna Tom Brady og félaga síðan í desember 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 10:00 Svekkjandi kvöld fyrir Tom Brady. Getty/Scott Taetsch Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26 NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26
NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira