Heimsmeistarinn í íssundi syndir í sjónum í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 19:45 Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjósund Ölfus Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sjósund Ölfus Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira