„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. febrúar 2019 18:13 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Sjá meira
„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30