Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 13:15 Andrés Ingi Jónsson. Vísir/Vilhelm Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30