Telja skorta framtíðarsýn um millilandaflug utan Keflavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2019 08:30 Mitt á milli Akureyrar og Egilsstaða er aflmesti foss í Evrópu. Leikurinn er sagður til að markaðssetja slíka perlu. Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira