Telja skorta framtíðarsýn um millilandaflug utan Keflavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2019 08:30 Mitt á milli Akureyrar og Egilsstaða er aflmesti foss í Evrópu. Leikurinn er sagður til að markaðssetja slíka perlu. Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira