Engar persónur Game of Thrones munu snúa aftur Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 09:05 Þó persónur GOT snúi ekki aftur er HBO ekki hætt í söguheimi George RR Martin. Forsvarsmenn HBO segja ekki í myndinni að framleiða hliðarseríur, svokallaðar „spinoffs“ af Game of Thrones og að engar persónur úr þáttunum myndu snúa aftur á skjáinn. Það komi ekki til greina. Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, var í viðtali við Hollywood Reporter þar sem hann sagði ekki hafa komið til greina að aðrir en David Benioff og D.B. Weiss tækju við stjórnartaumum Game of Thrones því leikararnir hefðu ekki tekið það í mál. Þá sagði Bloys að tökur fyrir fyrsta þátt nýs þáttar í söguheimi George RR Martin hefjist í júní. Þar að auki séu tvær þáttaraðir til viðbótar í þróun og skoðun. Þegar Bloys var spurður hvort verið væri að skoða að gera fleiri þætti um einhverjar tilteknar persónur Westeros, og þá sérstaklega Aryu, var svar hans nokkuð afgerandi. „Nei, nei, nei. Nei. Að hluta til vegna þess að ég vil að þessir þættir Game of Thrones eftir Dan og David, verði sinn eigin hlutur,“ sagði Bloys. Hann sagði ekki vilja teygja söguna með aðkomu annarra framleiðenda og Game of Thrones ætti að standa á eigin fótum. Ekki stæði til að reyna að endurgera sama efnið. Það væri vel hægt að gera vegna stærðar söguheimsins sem George RR Martin skapaði. Bloys sagðist einnig sýna því skilning að síðasta þáttaröð Game of Thrones væri umdeild og það væri ómögulegt að gera þessum gríðarstóru þáttum skil svo allir kæmu sáttir frá borði. „Ég skil það. Þetta eru stærðarinnar þættir og fólk hefur fjárfest mikið í þeim og það segir margt um þessa þætti. Fólk þótti vænt um þá,“ sagði Bloys. Hann vildi lítið segja um af hverju síðustu tvær þáttaraðir Game of Thrones voru einungis sjö og sex þættir að lengd. „Ég hef sagt opinberlega að ég hefði tekið við fimm þáttaröðum til viðbótar. Þeir höfðu þó áætlun sem þeir vildu gera og þetta fannst þeim besta leiðin. Þeir tóku þessa ákvörðun fyrir löngu síðan og gerðu þetta nákvæmlega eins og þeir skipulögðu.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Vakt okkar er lokið Game of Thrones þáttunum er lokið. Lengi lifi Game of Thrones. 20. maí 2019 22:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Forsvarsmenn HBO segja ekki í myndinni að framleiða hliðarseríur, svokallaðar „spinoffs“ af Game of Thrones og að engar persónur úr þáttunum myndu snúa aftur á skjáinn. Það komi ekki til greina. Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, var í viðtali við Hollywood Reporter þar sem hann sagði ekki hafa komið til greina að aðrir en David Benioff og D.B. Weiss tækju við stjórnartaumum Game of Thrones því leikararnir hefðu ekki tekið það í mál. Þá sagði Bloys að tökur fyrir fyrsta þátt nýs þáttar í söguheimi George RR Martin hefjist í júní. Þar að auki séu tvær þáttaraðir til viðbótar í þróun og skoðun. Þegar Bloys var spurður hvort verið væri að skoða að gera fleiri þætti um einhverjar tilteknar persónur Westeros, og þá sérstaklega Aryu, var svar hans nokkuð afgerandi. „Nei, nei, nei. Nei. Að hluta til vegna þess að ég vil að þessir þættir Game of Thrones eftir Dan og David, verði sinn eigin hlutur,“ sagði Bloys. Hann sagði ekki vilja teygja söguna með aðkomu annarra framleiðenda og Game of Thrones ætti að standa á eigin fótum. Ekki stæði til að reyna að endurgera sama efnið. Það væri vel hægt að gera vegna stærðar söguheimsins sem George RR Martin skapaði. Bloys sagðist einnig sýna því skilning að síðasta þáttaröð Game of Thrones væri umdeild og það væri ómögulegt að gera þessum gríðarstóru þáttum skil svo allir kæmu sáttir frá borði. „Ég skil það. Þetta eru stærðarinnar þættir og fólk hefur fjárfest mikið í þeim og það segir margt um þessa þætti. Fólk þótti vænt um þá,“ sagði Bloys. Hann vildi lítið segja um af hverju síðustu tvær þáttaraðir Game of Thrones voru einungis sjö og sex þættir að lengd. „Ég hef sagt opinberlega að ég hefði tekið við fimm þáttaröðum til viðbótar. Þeir höfðu þó áætlun sem þeir vildu gera og þetta fannst þeim besta leiðin. Þeir tóku þessa ákvörðun fyrir löngu síðan og gerðu þetta nákvæmlega eins og þeir skipulögðu.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Vakt okkar er lokið Game of Thrones þáttunum er lokið. Lengi lifi Game of Thrones. 20. maí 2019 22:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Game of Thrones: Vakt okkar er lokið Game of Thrones þáttunum er lokið. Lengi lifi Game of Thrones. 20. maí 2019 22:30