Netverslun með áfengi lýðheilsumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. september 2019 06:45 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels