Landsréttur staðfesti sýknudóm í nauðgunarmáli Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 21:42 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í janúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum. Dómsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum.
Dómsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira