Landsréttur staðfesti sýknudóm í nauðgunarmáli Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 21:42 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í janúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum. Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum.
Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira