Undirritunardagurinn kom og fór Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2019 18:23 Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00