Að því er fram kemur í vikuyfirliti um störf lögreglunnar voru slökkvilið og björgunarsveit kölluð út til aðstoðar þar sem um stórt svæði var að ræða og hús voru þar nálægt.
Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn en skammhlaup virðist hafa orðið í rafmagnsstaur, innarlega í dalnum, og neist farið í þurra senuna fyrir neðan.
Starfsmenn Orkubús Vestfjarða gerðu viðeigandi ráðstafanir varðandi rafmagnsstaurinn.