Milljarðar úr þörungum við Hellisheiðarvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Nýta aukaafurðir Hellisheiðarvirkjunar í Jarðhitagarði ON. Fréttablaðið/Ernir Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira