Norðurlönd taka höndum saman gegn plastmengun í hafinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:30 Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias. Umhverfismál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias.
Umhverfismál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira