Umsvif RÚV stóra vandamálið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:00 Stjórnarformenn Torgs og Árvakurs vilja leyfa áfengisauglýsingar í fjölmiðum á Íslandi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira
Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira