Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Jónas Már Torfason skrifar 11. mars 2019 06:15 Boeing 737 Max vél Icelandair. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38