Svipað að fara í Súpermanbúning og klæðast sem Hatari Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2019 14:35 Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi en í nýjum pistli frá félaginu segir að ekkert sé til sem heitir BDSM-klæðnaður. „Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaður,“ er yfirskrift pistils sem formaður BDSM á Íslandi, Magnús Hákonarson, birtir á síðu samtakanna. Pistillinn kemur í kjölfar fréttar sem Vísir birti og vakti verulega athygli, en þar er fjallað umkvartanir Áslaugar Einarsdóttir, master í blaða- og fréttamennsku, sem er afar ósátt við að barn hennar hafi verið hluti af atriði Hatara í innslagi sem sýnt var áður en þeir fóru á svið í Söngvakeppninni.Óhugnaður í sjálfu ríkissjónvarpinu Í pistli hennar segir meðal annars: „Hatarar eru yfirlýstur BDSM hópur þar sem leðurólar, gaddar og kynferðislegir órar virðast ráða ríkjum. Boðskapur þeirra er ekki uppbyggilegur á neinn hátt þrátt fyrir meinta pólitíska afstöðu, og í því ljósi komast þeir upp með ólýsanlegan óhugnað í sjálfu ríkissjónvarpinu.“Áslaug Einarsdóttir telur afleitt að það þyki sjálfsagt og eðlilegt að skólabörn klæðist BDSM-klæðnaði. En, í pistli frá BDSM á Íslandi er því hafnað að til sé slíkur klæðnaður.Magnús Hákonarson segir, í samtali við Vísi, pistilinn vera innlegg í orðræðu sem hafi verið í gangi og sé í raun framhald af pistli Margrétar Nilsdóttur, sem sjá má hér neðar, ívafðan. Í pistlinum segir að vissulega sé það svo að BDSM fólk hafi mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. „Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði.“Ekki slökkviliðsmaður þó þú farir í slökkviliðsbúning En, það sé þó svo að ýmsir hópar klæði sig með einkennandi hætti. Og búningar séu búningar. Menn verði ekki slökkviliðsmenn við það eitt að fara í slökkviliðsbúning. Börn séu hrifnæm og fljót að máta sig við allt sem nýtt er og vekur athygli þeirra. „Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar.Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi.visir/pjeturÞað eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju,“ segir meðal annars í pistlinum sem fylgir í heild sinni hér neðar. Magnús sjálfur leikur í myndbandi Hatara, í laginu sem til stendur að senda fyrir Íslands hönd í Eurovision og fer þar mikinn með svipu í hönd. Fyrir dyrum stendur aðalfundur BDSM á Íslandi. Magnús ætlar ekki að gefa kost á sér og verður því nýr formaður kjörinn þar innan tíðar. Magnús vill ekki upplýsa hvort meðlimir hljómsveitarinnar Hatari eru á félagar í BDSM samtökunum, segir félagskrá hernaðarleyndarmál en 100 manns eru skráðir í félagið.Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaðurSvartur klæðnaður, leður og gaddar getur vissulega verið vísun í vald og kúgun í vestrænni menningu. Svartur hefur löngum verið litur yfirvalds, lögreglu og dómara og því vekur hann upp hughrif um hörku og kalt viðmót. Gaddar og leðurólar ýkja þessi hughrif. Þessi klæðnaður er þó ekki síður notaður af jaðarsettum hópum, sem einhvers konar uppreisn eða merki um andóf gegn þeim mjúku, pastellituðu samfélagsfjötrum sem í raun halda okkur öllum niðri. Pönkarar, þungarokkarar og gotharar eru dæmi um hópa sem nota þessi tákn, hver gerir þau að sínum á einhvern hátt og merkingin er misdjúpstæð eins og gengur.Börn eru hrifnæm og eru fljót að máta sig við allt í menningunni sem vekur athygli þeirra. Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar. Það eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju. Maður verður ekki slökkviliðsmaður við það eitt að fara í slökkviliðsbúning.Við neitum því ekkert að margt BDSM-fólk hefur mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði. Enn aðrir hafa hreinlega blæti fyrir ákveðnum gerðum skófatnaðar, regnfatnaði eða blúndum svo eitthvað sé nefnt. Þetta á alltsaman heima undir svartri og glansandi regnhlíf BDSM allveg eins og margt annað mun sérkennilegra.BDSM snýst um svo margt annað en að klæða sig í búning. BDSM snýst um samskipti fólks og gengur út á að finna fegurð, nánd og innileika með því að sættast við og jafnvel deila sínum dýpstu og skrýtnustu kenndum. BDSM snýst um að vera maður sjálfur á fordómalausan hátt. BDSM snýst um að vera ekki hræddur við að vera viðkvæmur og berskjaldaður og því gengur það í eðli sínu út á traust. Það að leika sér með táknmyndir sem einhverjir tengja við illsku, gerir mann ekki illan eða hatursfullan. Að dæma fólk illt fyrir slíkt er mun nær því að vera alvöru hatur. Eurovision Tengdar fréttir Ósátt við að börn séu tengd göddum, leðri og kynferðislegum órum Gagnrýnir Breiðagerðisskóla harðlega fyrir að lána börn í atriði Hatara. 11. mars 2019 10:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaður,“ er yfirskrift pistils sem formaður BDSM á Íslandi, Magnús Hákonarson, birtir á síðu samtakanna. Pistillinn kemur í kjölfar fréttar sem Vísir birti og vakti verulega athygli, en þar er fjallað umkvartanir Áslaugar Einarsdóttir, master í blaða- og fréttamennsku, sem er afar ósátt við að barn hennar hafi verið hluti af atriði Hatara í innslagi sem sýnt var áður en þeir fóru á svið í Söngvakeppninni.Óhugnaður í sjálfu ríkissjónvarpinu Í pistli hennar segir meðal annars: „Hatarar eru yfirlýstur BDSM hópur þar sem leðurólar, gaddar og kynferðislegir órar virðast ráða ríkjum. Boðskapur þeirra er ekki uppbyggilegur á neinn hátt þrátt fyrir meinta pólitíska afstöðu, og í því ljósi komast þeir upp með ólýsanlegan óhugnað í sjálfu ríkissjónvarpinu.“Áslaug Einarsdóttir telur afleitt að það þyki sjálfsagt og eðlilegt að skólabörn klæðist BDSM-klæðnaði. En, í pistli frá BDSM á Íslandi er því hafnað að til sé slíkur klæðnaður.Magnús Hákonarson segir, í samtali við Vísi, pistilinn vera innlegg í orðræðu sem hafi verið í gangi og sé í raun framhald af pistli Margrétar Nilsdóttur, sem sjá má hér neðar, ívafðan. Í pistlinum segir að vissulega sé það svo að BDSM fólk hafi mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. „Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði.“Ekki slökkviliðsmaður þó þú farir í slökkviliðsbúning En, það sé þó svo að ýmsir hópar klæði sig með einkennandi hætti. Og búningar séu búningar. Menn verði ekki slökkviliðsmenn við það eitt að fara í slökkviliðsbúning. Börn séu hrifnæm og fljót að máta sig við allt sem nýtt er og vekur athygli þeirra. „Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar.Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi.visir/pjeturÞað eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju,“ segir meðal annars í pistlinum sem fylgir í heild sinni hér neðar. Magnús sjálfur leikur í myndbandi Hatara, í laginu sem til stendur að senda fyrir Íslands hönd í Eurovision og fer þar mikinn með svipu í hönd. Fyrir dyrum stendur aðalfundur BDSM á Íslandi. Magnús ætlar ekki að gefa kost á sér og verður því nýr formaður kjörinn þar innan tíðar. Magnús vill ekki upplýsa hvort meðlimir hljómsveitarinnar Hatari eru á félagar í BDSM samtökunum, segir félagskrá hernaðarleyndarmál en 100 manns eru skráðir í félagið.Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaðurSvartur klæðnaður, leður og gaddar getur vissulega verið vísun í vald og kúgun í vestrænni menningu. Svartur hefur löngum verið litur yfirvalds, lögreglu og dómara og því vekur hann upp hughrif um hörku og kalt viðmót. Gaddar og leðurólar ýkja þessi hughrif. Þessi klæðnaður er þó ekki síður notaður af jaðarsettum hópum, sem einhvers konar uppreisn eða merki um andóf gegn þeim mjúku, pastellituðu samfélagsfjötrum sem í raun halda okkur öllum niðri. Pönkarar, þungarokkarar og gotharar eru dæmi um hópa sem nota þessi tákn, hver gerir þau að sínum á einhvern hátt og merkingin er misdjúpstæð eins og gengur.Börn eru hrifnæm og eru fljót að máta sig við allt í menningunni sem vekur athygli þeirra. Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar. Það eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju. Maður verður ekki slökkviliðsmaður við það eitt að fara í slökkviliðsbúning.Við neitum því ekkert að margt BDSM-fólk hefur mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði. Enn aðrir hafa hreinlega blæti fyrir ákveðnum gerðum skófatnaðar, regnfatnaði eða blúndum svo eitthvað sé nefnt. Þetta á alltsaman heima undir svartri og glansandi regnhlíf BDSM allveg eins og margt annað mun sérkennilegra.BDSM snýst um svo margt annað en að klæða sig í búning. BDSM snýst um samskipti fólks og gengur út á að finna fegurð, nánd og innileika með því að sættast við og jafnvel deila sínum dýpstu og skrýtnustu kenndum. BDSM snýst um að vera maður sjálfur á fordómalausan hátt. BDSM snýst um að vera ekki hræddur við að vera viðkvæmur og berskjaldaður og því gengur það í eðli sínu út á traust. Það að leika sér með táknmyndir sem einhverjir tengja við illsku, gerir mann ekki illan eða hatursfullan. Að dæma fólk illt fyrir slíkt er mun nær því að vera alvöru hatur.
Eurovision Tengdar fréttir Ósátt við að börn séu tengd göddum, leðri og kynferðislegum órum Gagnrýnir Breiðagerðisskóla harðlega fyrir að lána börn í atriði Hatara. 11. mars 2019 10:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Ósátt við að börn séu tengd göddum, leðri og kynferðislegum órum Gagnrýnir Breiðagerðisskóla harðlega fyrir að lána börn í atriði Hatara. 11. mars 2019 10:24
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent