Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2019 08:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Sunna Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi árið 2020. Þetta kom fram við kynningu Bjarna Benediktssonar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 í morgun. Ráðherra sagði það vera í samræmi við nýlega endurskoðun á fjármálastefnu til fimm ára, þótt dregið verði úr áður fyrirhuguðum afgangi af rekstri ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir 920 milljarða króna tekjum ríkissjóðs og að gjöld nemi 919 milljörðum. Áætlaður afgangur sé því einn milljarður. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að þetta sé gert til þess að „skapa skilyrði fyrir hagkerfið til að leita fyrr jafnvægis og fá fótfestu fyrir nýtt hagvaxtarskeið, með það að leiðarljósi að stuðla að stöðugleika og bættum lífskjörum.“Sjá einnig: Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Meðal stærstu tíðinda frumvarpsins er að tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um, þannig að lækkunin kemur að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Við þessa aðgerð hækka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu um rúmlega 120 þúsund krónur á ári. Er heildarumfang hennar á ári um 21 ma.kr. sem samsvarar um 10% af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga. Er þetta mikilvægur liður í því að styðja við heimilin þegar hægir á í atvinnulífinu.FjármálaráðuneytiðAuk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69% í 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.Stórsókn í vegamálum Ennfremur segir að framundan sé stórsókn í vegamálum og stefnt sé að kostnaðarþátttöku í flugfargjöldum innanlands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Breytingar á LÍN séu fjármagnaðar, ráðist verður í aðgerðir til auka nýliðun kennara og efla starfsnám og framlög til vísinda- og rannsóknasamstarfs verða aukin. „Orkuskipti verða styrkt með skattaívilnunum og styrkjum úr Orkusjóði. Framlög til loftslagslagsmála hækka og renna meðal annars til bindingar kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis, en einnig aukast framlög til landvörslu og miðhálendisþjóðgarðs. Undirbúnar verða aðgerðir sem miða að því að bæta mönnun í hjúkrun, áfram verður unnið að eflingu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar, og uppbyggingu hjúkrunarrýma.FjármálaráðuneytiðUnnið er að því að auka gæði í þjónustu við fötluð börn og foreldra þeirra og framlög aukin í samræmi við fyrri áform til að bæta kjör öryrkja. Stuðlað verður að atvinnuþátttöku aldraðra, réttur foreldra til fæðingarorlofs lengdur og framlög til barnabóta aukin. Einnig verða framlög tryggð til húsnæðismála í tengslum við nýlega lífskjarasamninga og boðaðar eru aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.Í tilkynningunni segir að aukinn kraftur sé lagður í uppbyggingu nýs Landspítala.Vísir/VilhelmUmhverfis- og loftslagsmál Áherslur í loftslags- og umhverfismálum eru sagðar koma skýrt fram, þar sem framlög til umhverfismála hafi vaxið um liðlega 24 prósent að raungildi frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. „Þau hafa m.a. skilað sér í viðamiklum aðgerðum í loftslagsmálum, stórfelldri uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum og aukinni landvörslu. Auk þess má nefna jákvæða hvata í umhverfismálum, þar sem gert er ráð fyrir auknum stuðningi við kaup á heimahleðslustöðvum og útleigu umhverfisvænna bifreiða.Velferðar- og heilbrigðismál í forgrunni Í tengslum við gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir til stuðnings samningunum. Heildarumfang boðaðra aðgerða á tímabili samninganna er áætlað um 80 ma.kr. en áhrif aðgerðanna á árinu 2020 munu nema ríflega 16 ma.kr. Auk breytinga á tekjuskattskerfinu sem kynntar voru í aðdraganda kjarasamninga, fela aðgerðir ríkisins í sér lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og fjölmargar aðgerðir til að auðvelda íbúðarkaup. Flestar þessara aðgerða koma til framkvæmda á árinu 2020 og birtast í auknum framlögum, einkum til félags- og húsnæðismála.Mótvægi við hagsveifluna Góð staða ríkisfjármálanna gefur stjórnvöldum tækifæri til að veita efnahagslífinu viðspyrnu og vinna gegn niðursveiflunni með öflugri opinberri fjárfestingu, nú þegar dregur úr atvinnuvegafjárfestingu. Alls nema framlög til fjárfestinga ríflega 78 ma.kr. og hafa aukist um rúma 27 ma.kr. að raungildi frá árinu 2017. Meðal stórra verkefna má nefna: - Fjárfestingar í samgöngum upp á 28 ma.kr - Aukinn kraft í uppbyggingu nýs Landspítala, 8,5 ma. - Kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna - Framlög vegna smíði nýs hafrannsóknarskips - Byggingu Húss íslenskunnar Svigrúm ríkissjóðs til þess að bregðast við hægari gangi í hagþróuninni má fyrst og fremst þakka agaðri fjármálastjórn undangenginna ára. Jákvæð afkoma, stöðugleikaframlög vegna losunar fjármagnshafta og aðrar óreglulegar tekjur á borð við arðgreiðslur hafa nýst til að lækka skuldir ríkisins verulega, sem á næsta ári er gert ráð fyrir að fari í 22%,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi árið 2020. Þetta kom fram við kynningu Bjarna Benediktssonar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 í morgun. Ráðherra sagði það vera í samræmi við nýlega endurskoðun á fjármálastefnu til fimm ára, þótt dregið verði úr áður fyrirhuguðum afgangi af rekstri ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir 920 milljarða króna tekjum ríkissjóðs og að gjöld nemi 919 milljörðum. Áætlaður afgangur sé því einn milljarður. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að þetta sé gert til þess að „skapa skilyrði fyrir hagkerfið til að leita fyrr jafnvægis og fá fótfestu fyrir nýtt hagvaxtarskeið, með það að leiðarljósi að stuðla að stöðugleika og bættum lífskjörum.“Sjá einnig: Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Meðal stærstu tíðinda frumvarpsins er að tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um, þannig að lækkunin kemur að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Við þessa aðgerð hækka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu um rúmlega 120 þúsund krónur á ári. Er heildarumfang hennar á ári um 21 ma.kr. sem samsvarar um 10% af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga. Er þetta mikilvægur liður í því að styðja við heimilin þegar hægir á í atvinnulífinu.FjármálaráðuneytiðAuk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69% í 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.Stórsókn í vegamálum Ennfremur segir að framundan sé stórsókn í vegamálum og stefnt sé að kostnaðarþátttöku í flugfargjöldum innanlands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Breytingar á LÍN séu fjármagnaðar, ráðist verður í aðgerðir til auka nýliðun kennara og efla starfsnám og framlög til vísinda- og rannsóknasamstarfs verða aukin. „Orkuskipti verða styrkt með skattaívilnunum og styrkjum úr Orkusjóði. Framlög til loftslagslagsmála hækka og renna meðal annars til bindingar kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis, en einnig aukast framlög til landvörslu og miðhálendisþjóðgarðs. Undirbúnar verða aðgerðir sem miða að því að bæta mönnun í hjúkrun, áfram verður unnið að eflingu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar, og uppbyggingu hjúkrunarrýma.FjármálaráðuneytiðUnnið er að því að auka gæði í þjónustu við fötluð börn og foreldra þeirra og framlög aukin í samræmi við fyrri áform til að bæta kjör öryrkja. Stuðlað verður að atvinnuþátttöku aldraðra, réttur foreldra til fæðingarorlofs lengdur og framlög til barnabóta aukin. Einnig verða framlög tryggð til húsnæðismála í tengslum við nýlega lífskjarasamninga og boðaðar eru aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.Í tilkynningunni segir að aukinn kraftur sé lagður í uppbyggingu nýs Landspítala.Vísir/VilhelmUmhverfis- og loftslagsmál Áherslur í loftslags- og umhverfismálum eru sagðar koma skýrt fram, þar sem framlög til umhverfismála hafi vaxið um liðlega 24 prósent að raungildi frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. „Þau hafa m.a. skilað sér í viðamiklum aðgerðum í loftslagsmálum, stórfelldri uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum og aukinni landvörslu. Auk þess má nefna jákvæða hvata í umhverfismálum, þar sem gert er ráð fyrir auknum stuðningi við kaup á heimahleðslustöðvum og útleigu umhverfisvænna bifreiða.Velferðar- og heilbrigðismál í forgrunni Í tengslum við gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir til stuðnings samningunum. Heildarumfang boðaðra aðgerða á tímabili samninganna er áætlað um 80 ma.kr. en áhrif aðgerðanna á árinu 2020 munu nema ríflega 16 ma.kr. Auk breytinga á tekjuskattskerfinu sem kynntar voru í aðdraganda kjarasamninga, fela aðgerðir ríkisins í sér lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og fjölmargar aðgerðir til að auðvelda íbúðarkaup. Flestar þessara aðgerða koma til framkvæmda á árinu 2020 og birtast í auknum framlögum, einkum til félags- og húsnæðismála.Mótvægi við hagsveifluna Góð staða ríkisfjármálanna gefur stjórnvöldum tækifæri til að veita efnahagslífinu viðspyrnu og vinna gegn niðursveiflunni með öflugri opinberri fjárfestingu, nú þegar dregur úr atvinnuvegafjárfestingu. Alls nema framlög til fjárfestinga ríflega 78 ma.kr. og hafa aukist um rúma 27 ma.kr. að raungildi frá árinu 2017. Meðal stórra verkefna má nefna: - Fjárfestingar í samgöngum upp á 28 ma.kr - Aukinn kraft í uppbyggingu nýs Landspítala, 8,5 ma. - Kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna - Framlög vegna smíði nýs hafrannsóknarskips - Byggingu Húss íslenskunnar Svigrúm ríkissjóðs til þess að bregðast við hægari gangi í hagþróuninni má fyrst og fremst þakka agaðri fjármálastjórn undangenginna ára. Jákvæð afkoma, stöðugleikaframlög vegna losunar fjármagnshafta og aðrar óreglulegar tekjur á borð við arðgreiðslur hafa nýst til að lækka skuldir ríkisins verulega, sem á næsta ári er gert ráð fyrir að fari í 22%,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira