Fjölmiðlamaður kom að innbrotsþjófi í Vesturbænum: „Ég hlóð bara í eitt gott „Hey!““ Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2019 13:42 Atli Már segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi. Facebook/Owen Fiene/Getty Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“ Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“
Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira