Fjölmiðlamaður kom að innbrotsþjófi í Vesturbænum: „Ég hlóð bara í eitt gott „Hey!““ Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2019 13:42 Atli Már segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi. Facebook/Owen Fiene/Getty Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“ Reykjavík Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“
Reykjavík Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira