Fjölmiðlamaður kom að innbrotsþjófi í Vesturbænum: „Ég hlóð bara í eitt gott „Hey!““ Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2019 13:42 Atli Már segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi. Facebook/Owen Fiene/Getty Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“ Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“
Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira