Lífið

Ást við fyrstu sýn segir Ólafur Ragnar um Dorrit og klónið Samson

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikil ást þarna á ferð.
Mikil ást þarna á ferð. Mynd/Skjáskot

Ólafar Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í kvöld myndskeið á Twitter þar sem sjá má eiginkonu hans, Dorrit Mooussaieff taka á móti Samson, klóni hundsins Sáms. Vel fór á með þeim Dorrit og Samson. RÚV greindi fyrst frá.

„Fyrsta upplfifun Samson af snjó nokkrum mínútum eftir að hann og Dorrit heilsuðu hvort öðru. Ást við fyrstu sýn,“ skrifar Ólafur Ragnar á ensku við myndband. Reyndar þurfti Ólafur Ragnar að leiðrétta sig því upphaflega skrifaði hann „created“ eða sköpuðu í stað „greeted“ eða heilsuðu.

Á myndbandinu má sjá að vel fer á með Samson og Dorrit og flaðrar hundurinn upp um Dorrit sem skellihlær að aðförunum.

Það vakti talsverða athygli í fyrra þegar þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi, hundir þeirra, og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur kvaddi þennan heim í janúar á þessu ári. Skömmu síðar hófst klónunarferlið.

Samson, klón Sáms, kom svo í heiminn í október á þessu ári og er hann nú kominn í faðm eigenda sinna.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma


Tengdar fréttir

Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi

Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×