„Þetta er bara algjör hundsun“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 19:31 Stjórn Landssambands hestamannafélaga segja Samtök íþróttafréttamanna senda kaldar kveðjur til hestamanna. Rut Sigurðardóttir/LH Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“. Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“.
Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00
Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00