„Þetta er bara algjör hundsun“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 19:31 Stjórn Landssambands hestamannafélaga segja Samtök íþróttafréttamanna senda kaldar kveðjur til hestamanna. Rut Sigurðardóttir/LH Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“. Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“.
Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00
Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00