Sport

Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín

Anton Ingi Leifsson skrifar
MYND/Sofie Lahtinen Carlsson

Skagfirðingarnir, Jóhann Rúnar Skúlason og Ásdís Ósk Elvarsdóttir, unnu til verðlauna í samanlögðum fjórgangsgreinum á HM íslenska hestsins sem fer fram í Berlín.

Jóhann Skúlason varð heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Finnboga frá Minni Reykjum ens og Vísir greindi frá í gær. Einkunn hans í tölti var 8,90 og í fjórgangi 7,43.

Jóhann var ekki eini Skagfirðingurinn sem nældi sér í verðlaun því Ásdís Ósk Elvarsdóttir hlaut silfur í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna á Koltinnu frá Varmalæk.

Einkunn hennar í tölti var 7,10 og í fjórgangi 6,80 en Hákon Dan Ólafsson lenti í fimmta sæti í sömu keppni á hesti sínum Stirni frá Skirðu.

Agnar Snorri Stefánsson sigraði B-úrslitin í fimmgangi í dag og tryggði sér því sæti í A-úrslitum sem fara fram á morgun. Hestur hans er Bjartmar fra Nedre Sveen og eru þeir fulltrúar Danmerkur.

Bjartmar er með úrvals fetgang og hlaut hann 9,33 í meðaleinkunn fyrir fet og þar af eina 10,0.

Eiðfaxi greindi fyrst frá.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.