Sport

Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín

Anton Ingi Leifsson skrifar
MYND/Sofie Lahtinen Carlsson
Skagfirðingarnir, Jóhann Rúnar Skúlason og Ásdís Ósk Elvarsdóttir, unnu til verðlauna í samanlögðum fjórgangsgreinum á HM íslenska hestsins sem fer fram í Berlín.

Jóhann Skúlason varð heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Finnboga frá Minni Reykjum ens og Vísir greindi frá í gær. Einkunn hans í tölti var 8,90 og í fjórgangi 7,43.

Jóhann var ekki eini Skagfirðingurinn sem nældi sér í verðlaun því Ásdís Ósk Elvarsdóttir hlaut silfur í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna á Koltinnu frá Varmalæk.

Einkunn hennar í tölti var 7,10 og í fjórgangi 6,80 en Hákon Dan Ólafsson lenti í fimmta sæti í sömu keppni á hesti sínum Stirni frá Skirðu.

Agnar Snorri Stefánsson sigraði B-úrslitin í fimmgangi í dag og tryggði sér því sæti í A-úrslitum sem fara fram á morgun. Hestur hans er Bjartmar fra Nedre Sveen og eru þeir fulltrúar Danmerkur.

Bjartmar er með úrvals fetgang og hlaut hann 9,33 í meðaleinkunn fyrir fet og þar af eina 10,0.

Eiðfaxi greindi fyrst frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×