Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 11:45 Björgunarsveitarfólk tók svo sannarlega til hendinni á Skagaströnd í gærkvöldi. Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent