Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:15 Íbúar á Hvammstanga hafa brugðist við rafmagnsleysinu með því að kveikja á kertum. Sigvald Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. Tryggi Þór fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Íbúar á þessum landsvæðum hafa verið án rafmagns að stórum hluta á meðan aðrir landshlutar hafa sloppið mun betur. „Það fór rafmagn af öllu Austurlandi og það gengur illa að koma því alveg á. Það er verið að vinna í því að byggja það upp með varaaflsvélum og vatnsaflsvirkjunum sem eru á svæðinu. Við teljum að það eigi að vera hægt að ná öllu Asutrlandi inn mjög fljótlega með dísilvélum á Neskaupstað og Seyðisfirði og virkjunum í Lagafossi, Grímsá og öðru tiltæku sem er á svæðinu, Seyðisfirði. Við vonumst til þess að hægt sé að byggja upp kerfi þar mjög fljótlega og komið er rafmagn að hluta.“ Tryggvi Þór segir Suðurfirðina komna með rafmagn frá Teigarhorni við Berufjörð úr kerfi Landsnets. Landsneti hafi ekki tekist að koma Hryggstekk inn. „Miðhlutinn, Héraðið og Norðurfirðirnir voru rafmagnslausir en það er verið að byggja þá upp. Vonum að það komi fljótlega.“ Aðspurður um stöðu mála á Norðurlandi segir Tryggvi það einfaldlega slæmt. „Það hefur verið meira og minna rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu frá því um miðjan dag í gær. Við gátum í rauninni ekki komist neitt. Það var snjóbíll einhverja níu klukkustundir á leiðinni frá Hvammstanga inn í Hrútafjörð, og komst ekki. En menn eru komnir þangað núna og eru að hreinsa spennuvirkið í Hrútafirðinum. Við vonumst til þess að þegar það hreinsast náum við að koma rafmagni á á Hvammstanga og Vestur-Húnavatnssýslu.“Sveinbjörn Steinþórsson, liðsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, tók þetta myndband af björgunaraðgerðum á Skagaströnd í gær. Miklar truflanir hafi verið á Blönduós og Skagaströnd en þar sé rafmagn eins og er. „Við erum með bilanir í Langadal og Svínadal. Það er verið að leita núna. Hefur verið bilun síðan í gærkvöldi.“ Í Fjallabyggð hefur verið rafmagnslaust og íbúar kvarta undan kulda í húsum sínum. „Nú er Dalvíkurlína biluð. Í morgun fór Dalvík út. Ólafsfjörður og Siglufjörður fóru út fyrr í nótt. Það bilaði línan frá Dalvík áleiðis til Ólafsfjaðar og það er bara ein vél sem keyrir á Spekhólsvirkjun. Núna er rafmagnslaust alveg á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Árskógi, Grenivík og Hauganesi. Öllu því svæði,“ segir Tryggvi. Ekki sér fyrir endann á vandræðunum. „Nei. En við munum leggja mikla áherslu á þetta. Það eru slæm brot í Dalvíkurlínu sem verður mál að gera við. Annað sem við vitum um er brot inni í Svarvarðardal. Það ætti að ganga hraðar en það fæst ekki rafmagn fyrr en hitt er komið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá veðrinu á Blönduósi í gær sem Ingvar Þórðarson tók. Síðan hafi verið miklar truflanir við Húsavík og í Aðaldalnum en þar sé að mestu rafmagn núna. „Hins vegar er rafmagnslaust í Kelduhverfi og Öxarfirði. Það er verið að tengja dísilstöð við Lindabrekku. Við vonumst til þess að geta skammtað rafmagn á Kelduhverfi og Öxarfjörð.“ Línan frá Laxá til Kópaskers bilaði alvarlega í gær og liggur enn niðri. „Við erum að keyra dísilvélar á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Vandamálið núna er að koma dísilolíu á staðinn. Við erum með takmarkaða dísilolíu og erum að leggja áherslu á að reyna að koma á Þórshöfn til að reyna að halda uppi aðeins lengur en við höfum olíu til núna. Olíubíll lagði af stað frá Reyðarfirði í gær en varð að hverfa frá inn á Vopnafjörð.“ Rafmagnslínur síga vegna ísingar á Norðurlandi eystra í gærkvöldi.Lögreglan Tryggvi segir mikið mæða á starfsfólki RARIK og það geri sitt besta. „Því miður er veðrið ekki að batna þarna. Það er að batna á vesturhlutanum en heldur að versna að austanverðu.“ Tryggvi sat Neyðarstjórnunarfund hjá RARIK í morgun þar sem verið er að forgangsraða verkefnum. Stöðugt bætist ný verkefni á listann. „Við erum núna akkurat að kveikja á hitaveitudælum á Siglufirði. Það er smá framleiðslugeta í Skeiðfossvirkjun og við höfum aftengt alla almenna notkun á Siglufirði en komið rafmagni inn á hitaveitudælurnar. Erum að koma rafmagni þaðan yfir á fjarskiptasendana til að halda fjarskiptasambandi.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. Tryggi Þór fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Íbúar á þessum landsvæðum hafa verið án rafmagns að stórum hluta á meðan aðrir landshlutar hafa sloppið mun betur. „Það fór rafmagn af öllu Austurlandi og það gengur illa að koma því alveg á. Það er verið að vinna í því að byggja það upp með varaaflsvélum og vatnsaflsvirkjunum sem eru á svæðinu. Við teljum að það eigi að vera hægt að ná öllu Asutrlandi inn mjög fljótlega með dísilvélum á Neskaupstað og Seyðisfirði og virkjunum í Lagafossi, Grímsá og öðru tiltæku sem er á svæðinu, Seyðisfirði. Við vonumst til þess að hægt sé að byggja upp kerfi þar mjög fljótlega og komið er rafmagn að hluta.“ Tryggvi Þór segir Suðurfirðina komna með rafmagn frá Teigarhorni við Berufjörð úr kerfi Landsnets. Landsneti hafi ekki tekist að koma Hryggstekk inn. „Miðhlutinn, Héraðið og Norðurfirðirnir voru rafmagnslausir en það er verið að byggja þá upp. Vonum að það komi fljótlega.“ Aðspurður um stöðu mála á Norðurlandi segir Tryggvi það einfaldlega slæmt. „Það hefur verið meira og minna rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu frá því um miðjan dag í gær. Við gátum í rauninni ekki komist neitt. Það var snjóbíll einhverja níu klukkustundir á leiðinni frá Hvammstanga inn í Hrútafjörð, og komst ekki. En menn eru komnir þangað núna og eru að hreinsa spennuvirkið í Hrútafirðinum. Við vonumst til þess að þegar það hreinsast náum við að koma rafmagni á á Hvammstanga og Vestur-Húnavatnssýslu.“Sveinbjörn Steinþórsson, liðsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, tók þetta myndband af björgunaraðgerðum á Skagaströnd í gær. Miklar truflanir hafi verið á Blönduós og Skagaströnd en þar sé rafmagn eins og er. „Við erum með bilanir í Langadal og Svínadal. Það er verið að leita núna. Hefur verið bilun síðan í gærkvöldi.“ Í Fjallabyggð hefur verið rafmagnslaust og íbúar kvarta undan kulda í húsum sínum. „Nú er Dalvíkurlína biluð. Í morgun fór Dalvík út. Ólafsfjörður og Siglufjörður fóru út fyrr í nótt. Það bilaði línan frá Dalvík áleiðis til Ólafsfjaðar og það er bara ein vél sem keyrir á Spekhólsvirkjun. Núna er rafmagnslaust alveg á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Árskógi, Grenivík og Hauganesi. Öllu því svæði,“ segir Tryggvi. Ekki sér fyrir endann á vandræðunum. „Nei. En við munum leggja mikla áherslu á þetta. Það eru slæm brot í Dalvíkurlínu sem verður mál að gera við. Annað sem við vitum um er brot inni í Svarvarðardal. Það ætti að ganga hraðar en það fæst ekki rafmagn fyrr en hitt er komið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá veðrinu á Blönduósi í gær sem Ingvar Þórðarson tók. Síðan hafi verið miklar truflanir við Húsavík og í Aðaldalnum en þar sé að mestu rafmagn núna. „Hins vegar er rafmagnslaust í Kelduhverfi og Öxarfirði. Það er verið að tengja dísilstöð við Lindabrekku. Við vonumst til þess að geta skammtað rafmagn á Kelduhverfi og Öxarfjörð.“ Línan frá Laxá til Kópaskers bilaði alvarlega í gær og liggur enn niðri. „Við erum að keyra dísilvélar á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Vandamálið núna er að koma dísilolíu á staðinn. Við erum með takmarkaða dísilolíu og erum að leggja áherslu á að reyna að koma á Þórshöfn til að reyna að halda uppi aðeins lengur en við höfum olíu til núna. Olíubíll lagði af stað frá Reyðarfirði í gær en varð að hverfa frá inn á Vopnafjörð.“ Rafmagnslínur síga vegna ísingar á Norðurlandi eystra í gærkvöldi.Lögreglan Tryggvi segir mikið mæða á starfsfólki RARIK og það geri sitt besta. „Því miður er veðrið ekki að batna þarna. Það er að batna á vesturhlutanum en heldur að versna að austanverðu.“ Tryggvi sat Neyðarstjórnunarfund hjá RARIK í morgun þar sem verið er að forgangsraða verkefnum. Stöðugt bætist ný verkefni á listann. „Við erum núna akkurat að kveikja á hitaveitudælum á Siglufirði. Það er smá framleiðslugeta í Skeiðfossvirkjun og við höfum aftengt alla almenna notkun á Siglufirði en komið rafmagni inn á hitaveitudælurnar. Erum að koma rafmagni þaðan yfir á fjarskiptasendana til að halda fjarskiptasambandi.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15