Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Óveðrið sem gengur hefur yfir landið hefur valdið einum mestu rafmagnstruflunum síðari ára. Björgunarsveitir hafa sinnt um 700 útköllum á síðasta sólarhring og tryggingafélögum hafa borist tugir tjónatilkynninga.

Við verðum í beinni útsendingu frá Sauðárkróki, þar sem enn er rafmagnslaust, í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Norðlendingar þurftu margir hverjir þurft að moka sig út úr húsum sínum í morgun. Mannhæðarháir snjóskaflar eru á Akureyri. Fjallað verður ítarlega um ofsaveðrið í kvöldfréttum og við verðum með nýjustu fréttir um rafmagnstruflanir og vegalokanir í beinni útsendingu.

Þá verður rætt við seðlabankastjóra um nýja vaxtaákvörðun bankans en hann útilokar ekki að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að þeim hafi verið haldið óbreyttum að sinni.

Auk þess fylgjumst við með aðgerðum dönsku lögreglunnar sem handtók í dag tuttugu manns sem grunaðir eru um að skipulagningu hryðjuverka. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.