„Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 12:17 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi. Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi.
Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35