Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 22:11 Búið var að vera rafmagnslaust á svæðinu í hátt í þrjátíu klukkutíma þegar rafmagn kom aftur á um tíu í gærkvöldi. Samsett/Aðsend Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar. Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar.
Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira