Lífið

Fangar á Hólmsheiði gerðu listaverk úr snjó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega vel heppnað.
Einstaklega vel heppnað.

„Föngum á Hólmsheiði er margt til lista lagt. Í fannfergi síðustu daga hafa nokkrir þeirra tekið sig til og gert listaverk í útivistargarði fangelsisins úr snjónum sem hefur verið að pirra ýmsa landsmenn að undanförnu.“

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Fangelsismálastofnun ríkisins og má sjá tvær fallegar myndir með færslunni. Heljarinnar listaverk í bakgarðinum á Hólmsheiði.

„Þetta er vægast sagt vel gert hjá þeim. Ef einhverjir hafa áhuga á að fá vistmenn fangelsa til að sinna skapandi vinnu er línan laus hjá fangelsum landsins.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.