Lífið

Guðrún prjónaði 57 lopapeysur fyrir heilt þorp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún sendi peysurnar út á dögunum.
Guðrún sendi peysurnar út á dögunum.

Guðrún Kristinsdóttir, kennari á Húsavík, gerði sér lítið fyrir og prjónaði 57 lopapeysur á öll börn og allt starfsfólk í SOS barnaþorpinu í Hemeius í Rúmeníu.

Guðrún er SOS-foreldri 17 ára stúlku í þorpinu og í jólabréfi til Guðrúnar á síðasta ári sagði stúlkan henni frá því hversu kalt er í Rúmeníu á veturna. Guðrún lét þá hugmynd sína verða að veruleika um að prjóna peysurnar sem verða afhendar í barnaþorpinu nú fyrir jólin.

Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS, spjallaði við Guðrúnu þegar hún afhenti peysurnar á skrifstofu SOS á dögunum.

Lítur á Cosminu sem fóstursystur barna sinna

Guðrún og eiginmaður hennar styrkja 17 ára stúlku, Cosminu, og prýðir rammi með mynd af henni vegg á heimili þeirra innan um myndir af fjölskyldumeðlimum. Guðrún talar um Cosminu sem fóstursystur barna sinna. Í bréfi sem Cosmina skrifaði þeim um síðustu jól talaði hún um hversu kalt væri í Rúmeníu og þá datt Guðrúnu í hug að prjóna lopapeysur á öll börnin og starfsfólk í barnaþorpinu.

„Þá fór ég að hugsa að ég gæti kannski gert eitt stórt góðverk á ævinni. Svo varð ég líka að finna mér eitthvað verkefni. Ég var að hætta sem formaður Völsungs eftir sjö ár. Maður verður að hafa eitthvað að gera,“ sagði Guðrún þegar hún kom og afhenti lopapeysurnar á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×