Hefur trú á að stjórnin styðji einhver mál stjórnarandstöðunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. desember 2019 09:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira