Innlent

John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Snorri, lengst til vinstri, ásamt samferðafólki sínu á leiðinni á topp Manaslu.
John Snorri, lengst til vinstri, ásamt samferðafólki sínu á leiðinni á topp Manaslu.

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. Fjallið er 8.163 metra hátt. Hann er fyrsti íslenski karlmaðurinn til að standa á tindi fjallsins og er tindurinn sá fjórði yfir átta þúsund metra sem hann toppar. Hann hafði áður komist á topp Lhotse, Broad Peak og K2 fyrstur Íslendinga í báðum tilfellum.

Eftir því sem Vísir kemst næst er John Snorri fyrsti Íslendingurinn til að toppa fjögur átta þúsund metra fjöll. Leifur Örn Svavarsson hefur klifið Everest tvisvar og Cho Oyu einu sinni og hefur því þrisvar klifið topp yfir átta þúsund metra hæð.

John Snorri er á leiðinni á K2 að vetri til ásamt félögum sínum Gao Li og Mingma G. Ætla þeir sér hið sögufræga afrek að verða fyrstir til að toppa fjallið hættulega að vetri til. Mingma G hefur í tvígang klifið K2 en hann gerði það með John Snorra árið 2017.

Anna Svavarsdóttir kleif Manaslu fyrst Íslendinga árið 2014. Manaslu er talið eitt erfiðasta fjall heims að klífa en þar eru snjóflóð tíð. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×