Ætla að koma greiðsluþátttöku sjúklinga niður fyrir sársaukaviðmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:23 Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13