Lífið

Guðfinna og Davíð Þór skrá sig í samband á Facebook

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðfinna og Davíð eru bæði lögfræðingar.
Guðfinna og Davíð eru bæði lögfræðingar. Mynd/Samsett
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, og Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari skráðu sig í samband á Facebook í gærkvöldi.Guðfinna bauð sig fram fyrir Framsókn og flugvallarvini í borgarstjórnarkosningunum árið 2014 og sat í borgarstjórn til ársins 2018. Þá leiddi hún lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum en náði ekki kjöri.Davíð Þór er varaforseti Landsréttar og er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá gegnir hann stöðu rannsóknarprófessors við lagadeild Háskóla Íslands.Þrettán ára aldursmunur er á parinu en Davíð Þór er fæddur árið 1956 og Guðfinna árið 1969.

Skjáskot/FacebookFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.