Lífið

Guðfinna og Davíð Þór skrá sig í samband á Facebook

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðfinna og Davíð eru bæði lögfræðingar.
Guðfinna og Davíð eru bæði lögfræðingar. Mynd/Samsett

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, og Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari skráðu sig í samband á Facebook í gærkvöldi.

Guðfinna bauð sig fram fyrir Framsókn og flugvallarvini í borgarstjórnarkosningunum árið 2014 og sat í borgarstjórn til ársins 2018. Þá leiddi hún lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum en náði ekki kjöri.

Davíð Þór er varaforseti Landsréttar og er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá gegnir hann stöðu rannsóknarprófessors við lagadeild Háskóla Íslands.

Þrettán ára aldursmunur er á parinu en Davíð Þór er fæddur árið 1956 og Guðfinna árið 1969.

Skjáskot/Facebook


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.