Enski boltinn

Carrag­her furðaði sig á fyrsta liðsvali Ljung­berg: „Þetta kemur á ó­vart“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ljungberg glaður í bragði fyrir leikinn í gær.
Ljungberg glaður í bragði fyrir leikinn í gær. vísir/getty

Jamie Carragher, spekingur Sky Sports, segir að fyrsta byrjunarlið Freddie Ljungberg sem bráðabirgarstjóri hjá Arsenal hafi komið sér mikið á óvart.

Unai Emery var rekinn á föstudaginn og Svíinn tók þar af leiðandi tímabundið við liðinu en í byrjunarliðinu í 2-2 jafnteflinu gegn Norwich mátti sjá leikmenn eins og Shkodran Mustafi og Granit Xhaka.

Þeir hafa fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og myllumerkið #FreddieOut var komið á flug í miðju jafnteflinu gegn Norwich.

„Þetta kom á óvart. Hann setti leikmenn í liðið sem stuðningsmennirnir skilja ekki. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann sér í Mustafi og ég skil það einfaldlega ekki,“ sagði Carragher er hann hitaði upp fyrir leikinn á Sky Sports.

„Sokratis hefur verið mjög slakur. Þetta er ekki auðvelt því ég veit ekki hvað á að gera við öftustu fjóra. Xhaka er svo mættur aftur. Þetta er mjög áhugavert,“ bætti Carragher við.

Arsenal er í 8. sæti ensku úrvalsdeildairnnar, með nítján stig, en liðið er sjö stigum á eftir Meistaradeildarsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.