Orkupakkaandstæðingar í XD bindast samtökum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:10 Stofnfundur fullveldisfélagsins fór fram í Valhöll. Vísir/vilhelm Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58