Lífið

Dóttir Frikka Dórs og Lísu kom í heiminn á afmælisdegi ömmu sinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Jónsson með Frikka Dór á góðri stundu.
Jón Jónsson með Frikka Dór á góðri stundu. Vísir/sylvía

Tónlistarmaðurinn vinsæli Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir eignuðust dóttur 13. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram á mbl.is.

Stúlkan hefur fengið nafnið Úlfhildur en fyrir áttu þau aðra stelpu, hana Ásthildi sem fæddist árið 2013.

„Ásthildur er nefnd í höfuðið á móður minni og skoraði mörg stig en Úlfhildur sá um þetta sjálf, fékk enga aðstoð foreldra sinna , því hún skellti sér í heiminn á afmælisdegi ömmunnar. Við erum því nýorðin fjögurra manna fjölskylda og það gengur rosa vel og litla daman vex og dafnar,“ segir Friðrik Dór í barnablaði Morgunblaðsins um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.