Enski boltinn

Pep ætlar ekki á markaðinn í janúar þrátt fyrir að vera elta Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola með svipbrigði um helgina.
Guardiola með svipbrigði um helgina. vísir/getty
Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, ætlar ekki að opna budduna í janúar.Það hafa verið mikil meiðsli í herbúðum Manchester City á leiktíðinni en liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Liverpool.Þrátt fyrir það ætlar Spánverjinn að halda peningunum þétt að sér í janúarglugganum og sér ekki fram á að kaupa neinn leikmann.„Ég vil ekki neinn leikmann í janúar. Ef við náðum ekki að kaupa þá í sumar þá gerum við það ekki í janúar,“ sagði Guardiola.„Ef það myndi bjóðast gott tækifæri í janúar, leikmaður sem gæti verið hér í fjögur, fimm eða sex ár þá myndum við íhuga það en það er ekki hægt. Leikmennirnir sem myndu bæta okkar hóp eru ekki til sölu.“Englandsmeistararnir mæta Burnley á útivelli í kvöld og mega ekki við að misstíga sig. Flautað verður til leiks klukkan 20.15.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.