Enski boltinn

Jesus með tvö mörk í öruggum sigri City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jesus skoraði tvö mörk á Turf Moor.
Jesus skoraði tvö mörk á Turf Moor. vísir/getty
Manchester City vann afar öruggan sigur á Burnley, 1-4, þegar liðin mættust á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst City upp í 2. sæti deildarinnar. Englandsmeistararnir eru með 32 stig, átta stigum á eftir toppliði Liverpool.

Jóhann Berg Guðmundsson er enn á meiðslalistanum hjá Burnley sem er í 11. sæti deildarinnar.

Gabriel Jesus kom City yfir með frábæru skoti í fjærhornið á 24. mínútu eftir góða skyndisókn gestanna frá Manchester.

Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik bætti Jesus öðru marki við með skoti á lofti eftir sendingu Bernardos Silva.

Rodri skoraði þriðja City með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig á 68. mínútu. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Riyad Mahrez fjórða mark gestanna.

Robbie Brady lagaði stöðuna fyrir Burnley á 89. mínútu. Lokatölur 1-4, City í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×