Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 10:27 Átján skipverjar á Önnu EA305 eru án vinnu. Vísir/SigurjónÓ Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira