Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 10:27 Átján skipverjar á Önnu EA305 eru án vinnu. Vísir/SigurjónÓ Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira