Evu Maríu hótað þegar hún stofnaði Sætar syndir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Eva María stofnaði Sætar syndir það tók heldur betur á. Stöð 2 Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið. Ísland í dag Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið.
Ísland í dag Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira