Innlent

Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Kvöldmaturinn í Ráðhúsinu við Tjörnina.
Kvöldmaturinn í Ráðhúsinu við Tjörnina. Twitter/@katrinat

Borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmat. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks deildi mynd af kvöldmatnum á Twitter-síðu sinni í kvöld.
Mikið hefur verið rætt um matarkostnað við fundi borgarstjórnar en vegna mistaka við útreikning barst það svar við fyrirspurn Pawels Bartoszek að meðal-matarkostnaður við borgarstjórnarfund væri um 360.000 krónur.

Komið hefur þó á daginn að meðal-kostnaðurinn sé í raun um 208.000 krónur en mun fleiri en borgarfulltrúarnir 23 gæða sér á kvöldmat í Ráðhúsinu.

Þá má sjá á Instagram-síðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að einnig sé boðið upp á vegan valmöguleika í kvöldmatnum í Ráðhúsinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.