Innlent

Mistök við útreikning matarkostnaðar

Andri Eysteinsson skrifar
Meðalkostnaður er í raun 208.000 kr.
Meðalkostnaður er í raun 208.000 kr. Vísir/Vilhelm
Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar, kom fram að 7,2 milljónir króna hefðu farið í mat og drykk eða sem nemur 360 þúsund króna á hverjum fundi, 15.000 krónur á hvern borgarfulltrúa. Fleiri fá þó að borða á fundunum en borgarfulltrúarnir 23.

Sjá einnig: Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar

Kostnaðurinn sé í raun og veru 3.900 krónur á hvern matarskammt frá Múlakaffi, því sé meðalkostnaður við mat á borgarstjórnarfundum ekki 360.223 krónur á fund heldur 208.000 krónur á fundi.

Í tilkynningunni segir að ástæðu þessa mistaka við útreikning megi rekja til þess að allur kostnaður vegna funda borgarstjórna, borgarráðs eða annarra funda og námskeið sem haldin voru á sama tímabili á vegum skrifstofu borgarstjórnar var tekinn saman sem kostnaður við fundi borgarstjórnar.

Fréttin hefur verið uppfærð. Kostnaður er ekki 10.000 krónur á hvern borgarfulltrúa líkt og haldið var fram í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á mistökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×